Þetta er desert sumarsins á grillið

Grillaður ananas er sjúklega góður!
Grillaður ananas er sjúklega góður! mbl.is/Adobe stock

Þú ert að missa af miklu ef þú not­ar grillið ein­göngu fyr­ir steik­ur. Því þessi grillaði an­an­as tek­ur bragðlauk­ana inn í ann­an heim! Hér bland­ast sam­an stemn­ing­in af grill­inu við cayenne pip­ar og viskí sem ger­ir þenn­an rétt ein­stak­lega ávana­bind­andi – hvort sem um for­rétt eða desert með ís­kúlu sé að ræða.

Þetta er desert sumarsins á grillið

Vista Prenta

Þetta er desert sum­ars­ins á grillið

  • 1 an­an­as, skor­inn í stóra bita
  • 1½ bolli fireball viskí
  • ¼ bolli kanil­syk­ur
  • ¼ tsk cayenne pip­ar (má sleppa)

Aðferð:

  1. Skerið an­anasinn í langa bita og setjið í stóra skál. Hellið fireball viskí yfir og setjið inn í ís­skáp í 1 klukku­stund, hrærið einu sinni í eft­ir hálf­tíma.
  2. Hellið viskí­inu af, en geymið það þar til seinna í kokteila kvölds­ins.
  3. Stráið kanil­sykri og cayenne pip­ar yfir an­anasinn og veltið upp úr þar til an­anasinn er all­ur þak­inn.
  4. Hitið grillið á meðal­hita og grillið an­anasinn í 8-10 mín­út­ur. Snúið annað slagið.
  5. Berið fram sem for­rétt eða eft­ir­rétt með ís­kúlu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert