Það er svo miklu betra að baka naan brauðin sín sjálfur. Þessi uppskrift er í það minnsta betri en allar búðarkeyptar - hér með stórkostlegu mangó-gúrku-raita.
Naan brauð betra en búðarkeypt
- 50 g smjör
- 30 g ger
- 4 dl volgt vatn
- 1½ dl sýrður rjómi, 9%
- 10 g salt
- 10 g sykur
- 1 egg
- 900 g hveiti
- 2-3 msk olía
- Svört kúmenfræ
Mangó-gúrku-raita
- ½ gúrka
- 2 vorlaukar
- ½ mangó
- 2 ½ hrein jógúrt
- 1 msk ferskt kóríander, smátt saxað
- 1 msk fersk mynta, smátt söxuð
- 1 tsk kóríander krydd
- 1 tsk cummin
- Salt og pipar
Aðferð:
- Bræðið smjörið og kælið örlítið.
- Leysið gerið upp í vatninu. Bætið sýrðum rjóma, salti, sykri, eggi og smjöri saman við og hrærið vel saman.
- Blandið hveitinu smátt og smátt saman við þar til deigið verður slétt og klístrast ekki of mikið. Látið hefast undir klút í 1 tíma, eða þar til deigið hefur tvöfaldað sig.
- Skiptið deiginu upp í 10 jafna hluta og rúllið út í dropalaga form.
- Stráið svörtum kúmenfræum yfir og rúllið aftur yfir deigið þannig að fræin festist við.
- Steikið brauðin, eitt í einu, á heitri pönnu með smá olíu – 2-3 mínútur á hvorri hlið.
Mangó-gúrku-raita
- Flysjið gúrkuna og skerið kjarnann úr. Skerið því næst gúrkuna í litla teninga.
- Skerið vorlaukinn smátt. Flysjið mangóinn og skerið í litla teninga. Blandið öllum hráefnum saman og smakkið til með salti og pipar.
- Berið fram sem ídýfu með naan-brauðunum.