Naan brauð sem er betra en búðarkeypt

Þessi naan brauð eru það allra besta!
Þessi naan brauð eru það allra besta! mbl.is/Colourbox

Það er svo miklu betra að baka naan brauðin sín sjálfur. Þessi uppskrift er í það minnsta betri en allar búðarkeyptar - hér með stórkostlegu mangó-gúrku-raita.

Naan brauð betra en búðarkeypt

  • 50 g smjör
  • 30 g ger
  • 4 dl volgt vatn
  • 1½ dl sýrður rjómi, 9%
  • 10 g salt
  • 10 g sykur
  • 1 egg
  • 900 g hveiti
  • 2-3 msk olía
  • Svört kúmenfræ

Mangó-gúrku-raita

  • ½ gúrka
  • 2 vorlaukar
  • ½ mangó
  • 2 ½ hrein jógúrt
  • 1 msk ferskt kóríander, smátt saxað
  • 1 msk fersk mynta, smátt söxuð
  • 1 tsk kóríander krydd
  • 1 tsk cummin
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið og kælið örlítið.
  2. Leysið gerið upp í vatninu. Bætið sýrðum rjóma, salti, sykri, eggi og smjöri saman við og hrærið vel saman.
  3. Blandið hveitinu smátt og smátt saman við þar til deigið verður slétt og klístrast ekki of mikið. Látið hefast undir klút í 1 tíma, eða þar til deigið hefur tvöfaldað sig.
  4. Skiptið deiginu upp í 10 jafna hluta og rúllið út í dropalaga form.
  5. Stráið svörtum kúmenfræum yfir og rúllið aftur yfir deigið þannig að fræin festist við.
  6. Steikið brauðin, eitt í einu, á heitri pönnu með smá olíu – 2-3 mínútur á hvorri hlið.

Mangó-gúrku-raita

  1. Flysjið gúrkuna og skerið kjarnann úr. Skerið því næst gúrkuna í litla teninga.
  2. Skerið vorlaukinn smátt. Flysjið mangóinn og skerið í litla teninga. Blandið öllum hráefnum saman og smakkið til með salti og pipar.
  3. Berið fram sem ídýfu með naan-brauðunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert