Auðveldasti eftirréttur allra tíma

ljósmynd/María Gomez

Það er korter í matarboð/grillpartý/afmæli og þú ert í ruglinu. En örvæntu eigi því þökk sé Maríu Gomez á Paz.is er hægt að græja geggjaðan eftirrétt á þremur mínútum og geri aðrir betur.

„Ég myndi seint kalla þetta uppskrift, því hér er bara um góða hugmynd að ræða sem ég fékk við framkvæmdir á húsinu okkar nýja," segir María og við getum ekki beðið eftir að prófa. 

Auðveldasti eftirréttur allra tíma

Með tilbúnum ís

  • 1 pakki Homeblest
  • Ostakökuís frá því merki sem ykkur finnst best eða ísinn hér að neðan

Með Ostakökuís

  • 2 lítrar vanilluís
  • 1 ostakaka með því bragði sem ykkur finnst best, mér finnst best að nota sem er með berjum

Aðferð

Með tilbúnum ís

  1. Ef þið eruð með tilbúin ís þá er þetta afar einfalt
  2. Leyfið ísnum að standa í eins og 10 mín á borði til að mýkjast örlítið
  3. Setjið svo væna ísskúlu á milli tveggja Homeblest kexkaka

Með ostakökuís

  1. Setjið helmingin af ísnum í skál og brjótið svo helmingin af ostakökunni yfir.
  2. Hrærið létt saman, bara rétt svo blanda saman.
  3. Setjið svo restina af ísnum og ostakökunni út í og hrærið aftur létt til að rétt blanda saman.
  4. Setjið blönduna aftur í ísboxið sem ísinn var í og frystið í að minnsta kosti 1 klst.
  5. Setjið svo væna ísskeið á milli tveggja Homeblest kexkaka
ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert