Lúxusmáltíð í einum bita! Í dag ætlum við a leyfa okkur grillaðan humar með hreint út sagt magnaðri dressingu sem kætir bragðlaukana.
Grillaður humar með karrý-lime-dressingu (fyrir 4)
- 1 stórt hvítlauksrif
- 1 tsk. karrý
- ½ dl ólífuolía
- Safi úr 1-2 lime
- Salt og pipar
- 12-16 humarhalar
- 1 fennel
- 1 skallottlaukur
- 1 lítil gúrka
Aðferð:
- Ristið marin hvítlauk og karrý í ólífuolíu. Látið kólna og blandið lime-safa saman við. Smakkið til með salti og pipar.
- Hreinsið humarinn og brjótið skelina.
- Pennslið kjötið í humrinum með ólífuolíu og grillið í 1-2 mínútur þar til humarinn verður hvítur og fastur í sér.
- Saxið fennel og lauk smátt og rífið gúrkuna í strimla.
- Veltið grænmetinu upp úr helmingnum af karrý-lime-dressingunni og smakkið til.
- Berið fram humar með salati á fjóra diska og hellið restinni af dressingunni yfir. Einnig gott að bera fram með hvítlauksbrauði.