Einfaldar og ljúffengar ostastangir með cheddar og jalapeno sem rífur í. Hér eru einungis fjögur innihaldsefni fyrir utan salt og pipar en uppskriftin er í boði Hildar Rutar á Trendnet.
Ostastangir með jalapeno sem rífur í (12 stangir)
- 300 g tilbúið smjördeig
- 1 eggjarauða
- 1/2-1 dl jalapeno úr krukku
- 4 dl cheddar ostur
- Salt og pipar
Aðferð:
- Rífið cheddar-ostinn og skerið jalapeno smátt.
- Fletjið deigið út í tvo eins fleti, ca. 30×40 cm ferninga hvorn á sinn bökunarpappírinn. Penslið annan ferninginn með helmingnum af eggjarauðunni.
- Dreifið helmingnum af ostinum og öllu jalapenoinu jafnt yfir. Saltið og piprið.
- Leggið hinn ferninginn af deiginu yfir. Gott að vera með bökunarpappírinn á deiginu og draga hann síðan rólega af. Þetta kemur í veg fyrir að deigið slitni.
- Penslið með afganginum af eggjarauðunni. Stráið restinni af ostinum yfir og skerið í 12 sneiðar. Takið sneiðarnar upp eina í einu og snúið upp á þær.
- Leggið þær á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið við 200° í 12-15 mínútur.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir