Auðveldasta kaka alheimssögunnar

Ekki flókinn bakstur! Maltersers kexkaka með súkkulaði.
Ekki flókinn bakstur! Maltersers kexkaka með súkkulaði. mbl.is/Laura Middleton/Facebook

Hér er kakan sem þykir svo einföld að þú gætir ekki klúðrað henni þó þú værir með bundið fyrir augun. Meira segja þeir allra „slökustu“ í eldhúsinu geta meistarað þessa! 

Laura Middleton deildi þessari uppskrift nýverið á Facebook með þeirri yfirskrift að hér þyrftu ekki nein stórvísindi til að baka þessa köku – eins og t.d. hveiti eða önnur bragðefni. Eina sem þú þarft er poki af Maltersers, Digestive kex, smjör, sýróp og hvítt súkkulaði. Og það allra besta er að þú þarft hvorki að eiga við bakaraofninn né setja kökuna í kæli. En kakan þarf að fá að standa yfir nótt til að verða eins góð og vera ber.

  • Þú byrjar á því að mylja Digestive kexpakka og Maltersers í stóra skál.
  • Bætir því næst bráðnu smjöri og sýrópi saman við eftir þörfum, þannig að deigið sé smá klístrað.
  • Dreifðu blöndunni jafnt í mót og bræddu hvítt súkkulaði ofan á.
  • Stráið handfylli af Maltersers yfir toppinn og jafnvel nokkrum súkkulaðihnöppum.
  • Látið standa yfir nótt – ekki í kæli, og berið fram daginn eftir.
Deigið á að vera örlítið klístrað.
Deigið á að vera örlítið klístrað. mbl.is/Laura Middleton/Facebook
Kakan sem þykir svo einföld að þú getur alls ekki …
Kakan sem þykir svo einföld að þú getur alls ekki klúðrað henni. mbl.is/Laura Middleton/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert