Grillaður kjúklingur með vel sterkum maístönglum

Grillaður kjúklingur með spæsí maíisstönglum er algjörlega geggjað!
Grillaður kjúklingur með spæsí maíisstönglum er algjörlega geggjað! mbl.is/Colourbox

Það eru fáir sem standast ilminn frá grillinu yfir sumartímann – enda engin ástæða til annars en að gera vel við sig. Hér færðu uppskrift að grilluðum marineruðum kjúkling með spæsí maísstönglum og parmesan.

Grillveisla með kjúlla og spæsí maísstönglum

  • 6 kjúklingabringur frá Ali
  • 1 rauður chili
  • 2 stór hvítlauksrif
  • 1 sítróna
  • 3 rósmaríngreinar
  • 4 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar

Maís

  • 6 maíisstönglar
  • 2 msk. ólífuolía
  • 6 msk. mæjónes
  • 100 g rifinn parmesan
  • 1 tsk. cayenne
  • 2 lime

Aðferð:

  1. Setjið kjötið í poka. Skerið chili í skífur og setjið í skál. Pressið hvítlaukinn í skálina og kreistið safanum úr sítrónunni yfir – og hrærið í. Saxið rósmarín og setjið út í ásamt ólífuolíu, salti og pipar.
  2. Hellið marineringunni í pokann með kjúklingnum og lokið. Nuddið marineringunni í kjúklinginn og látið standa í það minnsta hálftíma eða lengur.
  3. Grillið kjúklinginn á grillinu í 6-8 mínútur á hvorri hlið. Skerið til helminga áður en borið er fram.
  4. Penslið maíisstönglana með olíu og grillið á heitu grillinu í 10 mínútur – snúið reglulega við.
  5. Smyrjið síðan stönglana með mæjónesi og stráið parmesan og cayenne pipar yfir. Kreistið lime safa yfir.
  6. Berið fram grillaðan kjúkling með maíisstönglum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert