Það eru fáir sem standast ilminn frá grillinu yfir sumartímann – enda engin ástæða til annars en að gera vel við sig. Hér færðu uppskrift að grilluðum marineruðum kjúkling með spæsí maísstönglum og parmesan.
Grillveisla með kjúlla og spæsí maísstönglum
- 6 kjúklingabringur frá Ali
- 1 rauður chili
- 2 stór hvítlauksrif
- 1 sítróna
- 3 rósmaríngreinar
- 4 msk. ólífuolía
- Salt og pipar
Maís
- 6 maíisstönglar
- 2 msk. ólífuolía
- 6 msk. mæjónes
- 100 g rifinn parmesan
- 1 tsk. cayenne
- 2 lime
Aðferð:
- Setjið kjötið í poka. Skerið chili í skífur og setjið í skál. Pressið hvítlaukinn í skálina og kreistið safanum úr sítrónunni yfir – og hrærið í. Saxið rósmarín og setjið út í ásamt ólífuolíu, salti og pipar.
- Hellið marineringunni í pokann með kjúklingnum og lokið. Nuddið marineringunni í kjúklinginn og látið standa í það minnsta hálftíma eða lengur.
- Grillið kjúklinginn á grillinu í 6-8 mínútur á hvorri hlið. Skerið til helminga áður en borið er fram.
- Penslið maíisstönglana með olíu og grillið á heitu grillinu í 10 mínútur – snúið reglulega við.
- Smyrjið síðan stönglana með mæjónesi og stráið parmesan og cayenne pipar yfir. Kreistið lime safa yfir.
- Berið fram grillaðan kjúkling með maíisstönglum.