Hér er ein allra besta enchiladas-uppskrift sem þú munt finna á netinu í dag. Mexíkóskur kvöldmatur eins og hann gerist bestur.
Enchiladas af allra bestu gerð
- 250 g hveiti
- 2 egg
- 2 msk. ólífuolía
- Salt og pipar
- 2,5 dl mjólk
- 2 dl vatn
- Olía til steikingar
Fylling og sósa
- 500 g spínat
- 250 g ricotta
- 2 egg
- 100 g rifinn parmesan
- Salt og pipar
- 250 g hakkaðir tómatar
- 3 msk. balsamico
- 2 msk. þurrkað óreganó
- Salt og pipar
- 125 g ferskur mozzarella
Aðferð:
- Setjið hveiti í skál, bætið eggi, olíu, salti og pipar saman við. Því næst mjólk og vatni. Pískið saman í deig og látið standa í 30 mínútur.
- Hitið olíu á pönnu og bakið pönnukökurnar þar til gylltar á lit.
- Hitið spínatið á pönnu og hellið vatninu af. Saxið spínatið og blandið saman við ricotta, egg og rifinn parmesan. Kryddið með salti og pipar.
- Hitið ofninn á 180°. Skiptið spínatfyllingunni á pönnukökurnar og rúllið þeim upp. Leggið pönnukökurnar í eldfast mót.
- Hrærið tómötunum saman við 2 msk. af ólífuolíu, balsamico og 1 msk. af þurrkuðu óreganó. Kryddið með salti og pipar.
- Setjið tómatsósublönduna jafnt ofan á hverja pönnuköku og dreifið mozzarella yfir. Kryddið með 1 msk. óreganó og dreypið ólífuolíu yfir allt.
- Bakið í ofni í 20 mínútur. Berið fram með góðu salati eða brauði.