Piadina er heitið yfir flatbrauð eins og Ítalir kjósa að bera það fram. Fyllingin getur verið allt frá gúrme skinku yfir í ostaveislu – í raun allt það sem hugurinn girnist. Hér er uppskrift að ekta piadina sem þú munt elska.
Flatbrauð á ítalska vísu (fyrir 2-4)
- 4 flatbrauð
- 100 g rjómaostur með hvítlauk
- 1 kúrbítur
- 1 rautt chili
- 1 stórt hvítlauksrif
- 1 brokkolí haus
- Ólífuolía
- 100 g spínat
- Raspaður sítrónubörkur
- Salt og pipar
- 100 g gouda eða provolone í skífum
Aðferð:
- Smyrjið tvö flatbrauð með rjómaostinum.
- Skerið kúrbítinn í skífur. Saxið chilil og hvítlauk smátt. Skerið einnig brokkolí í minni bita. Steikið upp úr olíu á pönnu í 3 mínútur. Bætið þá spínatinu saman við og látið malla áfram þar til spínatið hefur fallið saman.
- Smakkið til með röspuðum sítrónuberki, salti og pipar.
- Setjið fylllinguna jafnt ofan á flatbrauðið með rjómaostinum og dreifið gouda eða provolone-osti yfir. Leggið flatbrauð ofan á og skerið til helminga. Bakið í ofni eða setjið á grillið þar til osturinn hefur bráðnað.
- Berið piadina fram heitt.