Litlar brownie‘s með ferskum hindberjum eru himneskar! Hvernig væri að gleðja köku-hjartað og baka köku sem fjölskyldan mun elska?
Himnasending í súkkulaðiformi
- 90 g smjör
- 90 g dökkt súkkulaði
- 1 ½ egg
- 1 ¾ dl sykur
- ¾ dl hveiti
- ¾ dl kakó
- Handfylli hindber
- Sjávarsalt
Aðferð:
- Bræðið smjör og dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði.
- Pískið sykur og egg þar til létt og loftkennt.
- Blandið súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna og sigtið hveiti og kakó saman við.
- Hellið deiginu í form (sirka 18x22 cm) og munið að klæða það að innan með bökunarpappír.
- Stingið hindberjum í deigið.
- Stráið sjávarsalti yfir kökuna.
- Bakið í 35 mínútur við 180°C.
- Gott er að leyfa kökunni að hvíla sig til næsta dags og skera þá niður í bita.