Himnasending í súkkulaðiformi

Þessar fara á listann yfir bakstur helgarinnar.
Þessar fara á listann yfir bakstur helgarinnar. mbl.is/Colourbox

Litl­ar brownie‘s með fersk­um hind­berj­um eru him­nesk­ar! Hvernig væri að gleðja köku-hjartað og baka köku sem fjöl­skyld­an mun elska?

Himna­send­ing í súkkulaðiformi

Vista Prenta

Himna­send­ing í súkkulaðiformi

  • 90 g smjör
  • 90 g dökkt súkkulaði
  • 1 ½ egg
  • 1 ¾ dl syk­ur
  • ¾ dl hveiti
  • ¾ dl kakó
  • Hand­fylli hind­ber
  • Sjáv­ar­salt

Aðferð:

  1. Bræðið smjör og dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði.
  2. Pískið syk­ur og egg þar til létt og loft­kennt.
  3. Blandið súkkulaðiblönd­unni sam­an við eggja­blönd­una og sigtið hveiti og kakó sam­an við.
  4. Hellið deig­inu í form (sirka 18x22 cm) og munið að klæða það að inn­an með bök­un­ar­papp­ír.
  5. Stingið hind­berj­um í deigið.
  6. Stráið sjáv­ar­salti yfir kök­una.
  7. Bakið í 35 mín­út­ur við 180°C.
  8. Gott er að leyfa kök­unni að hvíla sig til næsta dags og skera þá niður í bita.
mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert