Fylltir bananar á grillið

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Einn vinsælasti grill-eftirréttur allra tíma er án efa fylltir bananar og hér kemur útgáfa frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is sem er sneisafull af súkkulaði og berjum.

Fylltir bananar á grillið

Fyrir 4

  • 4 bananar (meðalstórir)
  • 100 g Milka Daim-súkkulaði
  • litlir sykurpúðar
  • Oreo Crumbs með kremi
  • Driscolls-jarðarber
  • Driscolls-bláber
  • Driscolls-hindber

Aðferð:

  1. Skerið endana af banönunum og því næst vasa í þá miðja eftir endilöngu. Fjarlægið síðan þann hluta af banananum (þetta er um 1/5 af honum) og fyllið með Milka-súkkulaði og sykurpúðum (ég kom 5 Milka-bitum í hvern banana og nokkrum sykurpúðum).
  2. Útbúið nokkurs konar hreiður úr álpappír og komið banananum fyrir ofan á því (sjá mynd).
  3. Grillið á meðalheitu grilli í nokkrar mínútur eða þar til sykurpúðarnir fá á sig dökkan hjúp og súkkulaðið er bráðið.
  4. Stráið Oreo crumbs yfir hvern banana ásamt berjum.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert