Fylltir bananar á grillið

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Einn vin­sæl­asti grill-eft­ir­rétt­ur allra tíma er án efa fyllt­ir ban­an­ar og hér kem­ur út­gáfa frá Berg­lindi Hreiðars á Gotteri.is sem er sneisa­full af súkkulaði og berj­um.

Fylltir bananar á grillið

Vista Prenta

Fyllt­ir ban­an­ar á grillið

Fyr­ir 4

  • 4 ban­an­ar (meðal­stór­ir)
  • 100 g Milka Daim-súkkulaði
  • litl­ir syk­ur­púðar
  • Oreo Crumbs með kremi
  • Driscolls-jarðarber
  • Driscolls-blá­ber
  • Driscolls-hind­ber

Aðferð:

  1. Skerið end­ana af ban­ön­un­um og því næst vasa í þá miðja eft­ir endi­löngu. Fjar­lægið síðan þann hluta af ban­an­an­um (þetta er um 1/​5 af hon­um) og fyllið með Milka-súkkulaði og syk­ur­púðum (ég kom 5 Milka-bit­um í hvern ban­ana og nokkr­um syk­ur­púðum).
  2. Útbúið nokk­urs kon­ar hreiður úr álp­app­ír og komið ban­an­an­um fyr­ir ofan á því (sjá mynd).
  3. Grillið á meðal­heitu grilli í nokkr­ar mín­út­ur eða þar til syk­ur­púðarn­ir fá á sig dökk­an hjúp og súkkulaðið er bráðið.
  4. Stráið Oreo crumbs yfir hvern ban­ana ásamt berj­um.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert