Þessi sulta er svo geggjuð að þú munt enda með að nota hana á allan mat - í brönsinn, á ostaborðið eða með grillmatnum. Eins konar sultu-marmelaði sem allir elska.
Beikonsultan sem allir elska
- 250 g beikon
- 2 laukar
- 2 stór hvítlauksrif
- 1 rautt chili
- ½ dl viskí
- 2 msk. púðursykur
- 2 msk. franskt eplasider edik
- ½ dl espresso
- 1 tsk. salt
- 3 msk. síróp
Aðferð:
- Steikið beikonið í ofni við 200°C þar til stökkt og saxið það svo smátt.
- Saxið lauk, chili og hvítlauk og blandið saman við beikon og púðursykur, eplasider edik, espresso, salt, síróp og viskí.
- Hellið á pönnu og látið suðuna koma upp.
- Lækkið undir hitanum og látið malla við vægan hita í 35-40 mínútur - þar til massinn hefur þykknað, er brúnleitur á yfirborðinu og bragðið ólýsanlegt.
- Látið kólna alveg og setjið þá inn í ísskáp.
- Berið fram með öllu því sem hugurinn girnist!