Hamborgari sem rífur í

Hamborgari sem rífur í - með chilimæjó.
Hamborgari sem rífur í - með chilimæjó. mbl.is/Colourbox

Þegar kvöld­mat­ur­inn þarf að vera auðveld­ur en samt góður er þessi ham­borg­ari svarið við þeirri bón.

Hamborgari sem rífur í

Vista Prenta

Ham­borg­ari sem ríf­ur í

  • 500 g nauta­hakk
  • salt og pip­ar
  • 1 límóna
  • 1 búnt kóri­and­er
  • 1 rautt chili
  • 1 msk kó­kos­fita/​olía
  • 4 ham­borg­ara­brauð
  • 1 rauðlauk­ur
  • 1 gúrka
  • hjart­ar­salt
  • 4 msk mæj­ónes
  • 2 msk sæt chil­isósa

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°.
  2. Setjið hakkið í skál og kryddið með salti og pip­ar. Raspið límónu­börk yfir kjötið og saxið um helm­ing­inn af kórí­and­ern­um niður (geymið af­gang­inn). Saxið chili smátt og setjið út í hakkið. Formið hakkið í fjög­ur buff.
  3. Hitið kó­kosol­í­una á pönnu og steikið buff­in í 2½ mín­útu á hvorri hlið. Setjið þau síðan inn í ofn í 4 mín­út­ur.
  4. Saxið rauðlauk í báta og skerið gúrk­una niður.
  5. Hrærið mæj­ónesi sam­an við chil­isósu.
  6. Smyrjið brauðin með chili­mæj­ónesi og setjið græn­meti og buff á milli ásamt kórí­and­er­blöðum.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert