Spennandi lax með aspassalati

Bragðgóður laxaréttur með ferskum kryddjurtum og aspas salati.
Bragðgóður laxaréttur með ferskum kryddjurtum og aspas salati. mbl.is/Colourbox

Einföld og bragðgóð uppskrift að laxi með kryddjurtum og brakandi sumarsalati. Við biðjum ekki um meira á annasömum dögum.

Laxaréttur með kryddjurtum

  • 500-600 g lax, skipt í fjóra bita
  • 2 msk. sítrónusafi
  • salt og pipar
  • 3 msk. söxuð steinselja
  • 2 msk. saxað dill
  • 3 msk. raspur
  • 25 g mjúkt smjör

Aspassalat

  • 250 g grænn aspas
  • ½ blómkál
  • 10 radísur
  • 1 vorlaukur

Dressing

  • 3 msk. sítrónusafi
  • 2 msk. olía, t.d. hnetuolía
  • salt

Annað

  • Nýjar kartöflur

Aðferð:

  1. Leggið laxinn í smurt eldfast mót. Kreistið sítrónusafa yfir og kryddið með salti og pipar.
  2. Blandið steinselju, dilli, raspi og smjöri saman og dreifið jafnt yfir fiskinn. Kryddið með salti og pipar. Setjið inn í ofn við 225° í 15 mínútur.
  3. Skerið eða brjótið endann af aspasinum og skerið hann síðan í 2-3 cm bita. Sjóðið í léttsöltu vatni í 2 mínútur. Hellið vatninu af og látið kólna í sigti.
  4. Skerið blómkálið í litla bita, saxið vorlaukinn og skerið radísurnar í skífur. Setjið grænmetið saman í skál.
  5. Pískið hráefnið í dressinguna saman og hellið henni saman við grænmetið – blandið vel saman.
  6. Berið laxinn fram með salati og jafnvel nýjum kartöflum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert