Fantasíubollur fyrir alla fjölskylduna

Bollur að þínu skapi! Þessar mótar þú eftir eigin höfði …
Bollur að þínu skapi! Þessar mótar þú eftir eigin höfði og fyllir með því sem hugurinn girnist. mbl.is/Colourbox

Krökkum finnst fátt skemmtilegra en að taka þátt í bakstri með því að hnoða og móta deigið. Þessi bolluuppskrift er akkúrat þannig að útkoman getur verið allskonar – allt eftir höfði hvers og eins. 

Fantasíubollur fyrir alla fjölskylduna

  • 3 dl volgt vatn
  • 25 g ger
  • 100 g gróft hveiti
  • 1 tsk. gróft salt
  • 1 msk. olía
  • 325 g hveiti
  • Egg til penslunar

Fylling – nokkrar tillögur

  • 75 g fræ, t.d. sesam, hörfræ, haframjöl
  • 1 epli skorið í bita
  • 1 dl rúsínur
  • 100 g saxað súkkulaði

Aðferð:

  1. Setjið gerið út í vatnið, en passið að það sé ekki of heitt. Bætið því næst grófa hveitinu saman við, salti og olíu.
  2. Bætið hveitinu smátt og smátt saman við á meðan þið hnoðið.
  3. Setjið fyllinguna (að eigin vali) út í deigið og látið hefast í 45 mínútur við stofuhita.
  4. Skiptið deiginu upp í tvo hluta og rúllið hvorum hluta í pulsu. Skiptið hverjum hluta í 6 jafn stór stykki og mótið í bollur. Setjið á bökunarpappír á bökunarplötu og látið hefast í 30 mínútur.
  5. Penslið bollurnar með eggi og stráið fræjum eða kjörnum yfir. Setjið inn í ofn á 225° og bakið í 15-20 mínútur. Það á að heyrast tómahljóð þegar þú bankar laust undir bollurnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert