Albert fann heiðarlegasta vert landsins á Ísafirði

Albert er hér lengst til hægri ásamt Lísbet, Bergþóri Pálssyni …
Albert er hér lengst til hægri ásamt Lísbet, Bergþóri Pálssyni eiginmanni sínum og Páli Bergþórssyni tengdaföður. Ljósmynd/Albert Eiríksson

Meistari Albert Eiríksson er á ferðalagi um landið og rekst reglulega á eitthvað stórmerkilegt sem vert er að greina frá. Á dögunum fann hann konu að nafni Lísbet sem hann segir að sé heiðarlegasti vert landsins. Það eru ekki amaleg meðmæli en Albert lætur söguna fylgja með eisn og honum einum er lagið. Lísbet rekur kaffihúsið Heimabyggð á Ísafirði sem fær bestu meðmæli frá Alberti.

Heimasíða Alberts: Albert eldar.

„Heimabyggð í Aðalstræti 22b á Ísafirði er kaffihús með alvörukaffi, súrdeigsbrauð, frumlegar samsetningar af áleggi, ljúffengar tertur, gott bjórúrval og síðast en ekki síst húmor. Lísbet er bæði kankvís og glettin, en svo er hún líka húsamálari og sést vel á litavali og umhverfinu almennt hvað hún er skapandi. Í fyrsta skipti sem við komum til hennar vorum við ekki vissir hvort hún var að grínast, því að hún sagðist ekki geta mælt með súpu dagsins, en ýmsu öðru.

Við urðum að smakka þessa súpu, sem var reyndar dálítið spes á bragðið og þá áttuðum við okkur á því að þetta var ekki grín, heldur hispursleysi og heiðarleiki, sem er bæði skemmtilegur og heimilislegur. En það er kannski einmitt þetta heimilislega og létta andrúmsloft sem er svo notalegt hér.

Í þetta skiptið fengum okkur hins vegar allt aðra súpu, frískandi gazpacho með þrenns konar brauði. Það sem Bergþór er að teygja sig í er með hummus, grilluðu eggaldini, eplasneið, tómatsneið og grilluðum hallumi. Næsta til hægri er með steiktum sveppum og anís, sinnepsfræjum og kummíni, spínati og basilmajó. Sú þriðja er með reykturm laxi, spínati, grísku jógúrt frá Örnu, sýrðri gúrku og kokteilberi, kryddað með slug slime.

Allt bragðaðist þetta undurvel, en ekki síðri voru rabarbarapæið og súkkulaðitertan. Hjá Lísbet er auðvelt að verða heimagangur, ef maður vill komast í gott skap og borða bragðgóðan mat.“

Veitingarnar voru ekki af verri endanum.
Veitingarnar voru ekki af verri endanum. Ljósmynd/Albert Eiríksson
Lísbet með nýbakað súrdeigsbrauð.
Lísbet með nýbakað súrdeigsbrauð. Ljósmynd/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert