Rabbarbaramojito þykir það allra svalasta

Ótrúlega svalandi rabarbaramojito.
Ótrúlega svalandi rabarbaramojito. mbl.is/Colourbox

Þessum drykk verður að fylgja aðvörun, því hann þykir virkilega ávanabindandi – þá hversu svalandi og bragðgóður hann er. Í drykknum er rabarbarasýróp sem einnig má nota út á desert, í drykki eða jafnvel ís.

Svalandi rabarbaramojito

  • 1 lime
  • 4 rósmaríngreinar
  • Mulinn ís
  • Dökkt romm
  • Sódavatn

Rabarbarasýróp

  • 300 g rabarbari
  • 1 dl vatn
  • 3 rósmaríngreinar
  • Strásykur

Aðferð:

  1. Skerið lime í báta og setjið í fjögur glös ásamt rósmarín. Fyllið með mulnum ís, dökku rommi og sódavatni eftir smekk.
  2. Setjið rabarbarsýróp út í og hrærið saman. Berið strax fram.

Rabarbarasýróp

  1. Skerið rabarbarann í 1 cm stykki og skolið vel. Setjið hann svo í pott með vatni og rósmarín og látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur. Takið pottinn af hitanum og sigtið rabarbarann frá.
  2. Mælið magn saftsins og setjið jafn mikið magn af sykri í potti – látíð sjóða þar til útkoman verður að sýrópi. Passið að sjóða ekki of lengi því þá verður sýrópið of þykkt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert