Bolla er ekki bara bolla

Það eru ýmis ráð sem gott er að hafa í …
Það eru ýmis ráð sem gott er að hafa í huga þegar við bökum bollur eða annan brauðbakstur. mbl.is/Colourbox

Það er ekki bara nóg að baksturinn líti út fyrir að vera fullkominn því bragðið þarf að vera þar líka. Hér eru bestu ráðin hvernig þú bakar fullkomnar brauðbollur – því bolla er ekki bara bolla.

Legðu í bleyti
Daginn áður en þú bakar er gott ráð að leggja kjarna eða annað í bleyti (ef þú nærð að vera það skipulagður). Haframjöl þolir til dæmis mjög vel að liggja í bleyti og getur haft stór áhrif á baksturinn hvort að brauðið verði þurrt eða ekki. Ef að kjarnar fá að draga í sig vökva yfir nótt, mun það skila sér margfalt í bakstrinum.

Hitastigið skiptir máli
Það gerist ýmislegt þegar þú hnoðar deigið, sem hefur mikil áhrif á hvernig bollurnar koma til með að bakast. Því er mikilvægt að nota volgt vatn þegar þú hnoðar deigið – því þá getur þú hnoðað lengur og deigið verður sléttara. Það getur til dæmis verið mjög gott að nota vatnið sem kjarnarnir hafa legið í nóttina á undan.

Þolinmæði
Þó að annríki í hversdagsleikanum eigi það til að spila stórt hlutverk í bakstrinum, þá er gott að drífa ekki baksturinn sérstaklega áfram. Bakarar vilja meina að best sé að hnoða deigið í 8-12  mínútur þar til deigið verður slétt og fínt. Þannig getur þú verið fullviss um að öll hráefnin séu komin jafnt inn í deigið og útkoman verður stórkostleg. Ef þú ert dæmigert bakaranörd, þá er vert að vita að deig á að vera í kringum 28-29° hita þegar það er fullkomið til baksturs.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert