Hvað er betra en dásamlegt lasagne sem er svoleiðis sneysafullt af osti að sumum þykir nóg um?
Dásamlegt osta lasagne sem gerir allt betra
6 skammtar
- Lasagnaplötur ferskar
- 500 g nautahakk
- 1 stk. laukur, saxaður
- 4 stk. hvítlauksgeirar, pressaðir
- 2 dósir hakkaðir tómatar
- 2 msk. tómatpúrra
- 2 tsk. þurrkað óreganó
- 2 tsk. þurrkuð basilika
- 2 tsk. ítalskt pastakrydd
- salt og pipar
- 1 klípa íslenskt smjör
- Rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
- Rifinn gratínostur frá Gott í matinn
- Raspaður Feykir (Goðdalir)
- Piparostur frá MS (má sleppa)
Aðferð:
- Bræðið smjörið á pönnu og steikið laukinn og hvítlaukinn þangað til að hann er aðeins búinn að taka sig.
- Takið af pönnunni og skiljið frá smjörinu.
- Þurrsteikið hakkið og kryddið með óreganó, basilíku, ítalska kryddinu, salti og pipar.
- Bætið lauknum út í og því næst tómatpúrrunni og hökkuðu tómötunum.
- Látið malla þangað til hakkið er alveg orðið eldað.
- Smakkið til og bætið við óreganó eða öðru kryddi eftir smekk.
- Þá er komið að samsetningunni.
- Byrjið á að setja hakksósuna í botninn á eldföstu formi. Leggið lasagnaplötur yfir og smyrjið þær með rjómaosti, eða slumpið yfir plöturnar. Endurtakið þetta en passið að eiga hakk fyrir efsta lagið.
- Dreifið rifnum Gratínosti yfir í lokin. Gott er að raspa Feyki eða rifinn piparost fyrir þau sem vilja fá sterkara bragð.
- Bakið í ofni við 180 gráður í ca. 45 mínútur.
- Ef þið getið stillt ykkur og beðið í um 10 mínútur eftir að þetta er tekið úr ofninum þá er mun auðveldara að skera í hæfilega skammta.