Kannastu við að gjafapappírinn krullist eða beyglist inni í skáp? Eða mikilvægir pappírar lentu óvart í klemmu undir blaðabunka? Þá er þetta lausnin til að rétta úr krumpuðum eða beygluðum pappír.
Nú er óþarfi að henda út pappír sem þú telur vera ónothæfan, þar sem þú getur á svo auðveldan hátt lagað hann – eða svo gott sem. Við lofum ekki að pappírinn verði sem nýr því það veltur allt á hversu mikið laskaður pappírinn er, en hann mun verða betri.
Til þess að slétta úr pappír þarftu einfaldlega að strauja hann! Já, þetta er ekki mikið flóknara en það. En pappír getur verið misviðkvæmur, því mælum við með að nota alltaf annan pappír á milli – t.d. bökunarpappír. Og ef þú ert með gufustraujárn skaltu ekki setja vatn í járnið.