Brjálæðislega góð baka

Brjálæðislega góð baka á franska vísu.
Brjálæðislega góð baka á franska vísu. mbl.is/Delish.com/PARKER FEIERBACH

Baka sem þessi gengur oftast undir heitinu „quiche“ og kemur upprunalega frá Frakklandi. Hér er einföld og fljótleg uppskrift sem þú munt elska eftir að hafa smakkað.

Brjálæðislega góð baka

  • 1 msk. smjör
  • 230 g sveppir
  • 1 skallottlaukur, smátt skorinn
  • 2 bollar spínat
  • sjávarsalt
  • pipar
  • 8 stór egg
  • ¼ bolli mjólk
  • ¼ bolli sólþurrkaðir tómatar, smátt skornir
  • ¼ bolli rifinn parmesan

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 190°C.
  2. Hitið pönnu á meðalhita og bræðið smjörið á henni. Steikið sveppina þar til mjúkir og gylltir – bætið þá skallotlauknum út á pönnuna og steikið áfram í eina mínútu. Bætið þá spínati saman við og veltið áfram í aðra mínútu. Saltið og piprið og takið pönnuna af hitanum.
  3. Pískið egg saman við mjólk, tómata og parmesanost. Bætið blöndunni af pönnunni saman við og saltið og piprið.
  4. Hellið blöndunni í bökuform og bakið í 18-20 mínútur.
  5. Látið standa í þrjár mínútur áður þið skerið í sneiðar.

Uppskrift: Delish

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert