Geggjaðar vefjur sem slá í gegn

Tikka masala vefjur eins og þær gerast bestar.
Tikka masala vefjur eins og þær gerast bestar. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er upp­skrift að ljúf­feng­um vefj­um með osti og kjúk­lingi í tikka masala-sósu – born­ar fram með sæt­kart­öflu­frönsk­um, mango chut­ney-sósu og fersku sal­ati. Það er Hild­ur Rut sem býður okk­ur upp á þessa veislu.

„Ég nota þrjár vör­ur frá Pataks í rétt­inn. Ég hef notað þess­ar vör­ur í mat­ar­gerð lengi og elska að grípa í þær ef mig lang­ar í eitt­hvað ein­falt og gott með ind­versku ívafi. Sós­urn­ar eru dá­sam­lega ljúf­feng­ar og hægt að nota þær í ýmsa mis­mun­andi rétti,“ seg­ir Hild­ur Rut.

Geggjaðar vefjur sem slá í gegn

Vista Prenta

Tikka masala-vefj­ur sem slá í gegn

  • 4 kjúk­linga­bring­ur (líka gott að nota græn­meti t.d. blóm­kál og brokkólí)
  • 1 krukka tikka masala-sósa frá Pataks
  • ólífu­olía
  • salt og pip­ar
  • rif­inn mozzar­ella­ost­ur
  • Phila­delp­hia-rjóma­ost­ur
  • Missi­oni-tortill­ur með grill­rönd

Sæt­kart­öflu­fransk­ar

  • 1 sæt kart­afla
  • 1-2 msk. madras paste frá Pataks
  • 2 msk. ólífu­olía

Mangó chut­ney-sósa

  • 1 dl sýrður rjómi
  • 1 dl Heinz-maj­ónes
  • 3-4 msk mango chut­ney frá Pataks
  • 1 msk safi úr sítr­ónu
  • salt og pip­ar

Ferskt sal­at

  • 1 dl ag­úrka
  • 1 dl rauðlauk­ur
  • spínat eft­ir smekk
  • sal­at­dress­ing (má sleppa, en mæli samt með!)
  • 1 msk. ólífu­olía
  • 1 msk. safi úr ferskri sítr­ónu
  • salt og pip­ar
  • garam masala-krydd
  • 1 msk fersk­ur kórí­and­er, smátt skor­inn

Aðferð:

  1. Skerið kjúk­ling­inn í litla bita. Steikið hann upp úr ólífu­olíu og saltið og piprið. Blandið tikka masala-sós­unni sam­an við kjúk­ling­inn og hrærið.
  2. Smyrjið tortill­urn­ar með rjóma­osti, stráið mozzar­ella­osti yfir og dreifið kjúk­lingn­um ofan á. Gott að dreifa öllu á ann­an end­ann á tortill­unni, brjóta hana sam­an eins og um­slag og rúlla henni upp.
  3. Raðið vefj­un­um í eld­fast form og penslið þær með ólífu­olíu. Bakið í ofni í 10 mín­út­ur við 190°C á blæstri.
  4. Skerið tortill­urn­ar í tvennt og berið fram með sal­ati, sósu og sæt­kart­öflu­frönsk­um.

Sæt­kart­öflu­fransk­ar

  1. Skerið kart­öfl­una í strimla. Veltið þeim upp úr madras paste, salti, pip­ar og ólífu­olíu.
  2. Bakið í el­föstu móti í 30-40 mín­út­ur við 190°C. Mæli með að hræra aðeins í á meðan þetta bak­ast. Mango chut­ney-sós­an pass­ar svo sér­lega vel með frönsk­un­um.

Ferskt sal­at

  1. Skerið gúrku, rauðlauk og spínat smátt. Blandið öllu sam­an í skál.
  2. Hrærið sam­an ólífu­olíu, safa úr sítr­ónu, kryddi og fersk­um kórí­and­er og blandið sam­an við sal­atið.

Mangó chut­ney-sósa

  1. Blandið öllu hrá­efn­inu sam­an með skeið.
Vefjur í boði Hildar Rutar.
Vefj­ur í boði Hild­ar Rut­ar. mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
Borið fram með fersku salati, mango chutney sósu og sætkartöflufrönskum.
Borið fram með fersku sal­ati, mango chut­ney sósu og sæt­kart­öflu­frönsk­um. mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert