Svona getur þú reiknað út hitaeiningafjöldann

mbl.is

Við fundum reiknivél á netinu sem segir okkur nákvæmlega hversu margar kaloríur eru í hverri matvöru og hvað þú þarft að hreyfa þig mikið til að losa þig við þær. Fólk ýmist elskar þessa reiknivél eða hatar!

Myndir þú njóta þess eins vel að gæða þér á bröns og búblum ef þú vissir hversu mörgum kaloríum þú þyrftir að brenna – eða er þér kannski alveg sama? Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi sem við tókum saman, en fyrir áhugasama þá er hægt að reikna máltíðirnar sínar út HÉR.

Glas af Prosecco

  • 130 kaloríur
  • 1,6 km göngutúr
  • 3,2 km hjólatúr
  • 173 burpees

Snakkpoki

  • 184 kaloríur
  • 1,6 km göngutúr
  • 1,6 km hlaupatúr
  • 4,8 km hjólatúr
  • 245 burpees

Miðstærð af shake

  • 500 kaloríur
  • 4,8 km hlaupatúr
  • 6,4 km göngutúr
  • 16 km hjólatúr
  • 666 burpees

Bjór á krana

  • 185 kaloríur
  • 1,6 km göngutúr
  • 1,6 km hlaupatúr
  • 4,8 km hjólatúr
  • 246 burpees

Mars-súkkulaðistykki

  • 230 kaloríur
  • 1,6 km hlaupatúr
  • 3,2 km göngutúr
  • 6,4 km hjólatúr
  • 306 burpees
Telur þú kalóríur eftir hverja máltíð?
Telur þú kalóríur eftir hverja máltíð? mbl.is/colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert