Gjörið svo vel gott fólk! Hér eru trylltar Oreo trufflur með Rolo-fyllingu sem innihalda einungis fjögur hráefni.
Uppskriftin kemur frá Eloise Head sem gengur undir nafninu FitWaffle Kitchen á Instagram með yfir 160 þúsund fylgjendur. Hér er engin þörf á neinum meistaratöktum því uppskriftin gæti ekki verið einfaldari.
Trylltar Oreo trufflur með Rolo-fyllingu
- 10 Oreo kexkökur
- 60 g rjómaostur
- 130 g mjólkursúkkulaði
- 7 Rolobitar
Aðerð:
- Myljið Oreo í matvinnsluvél. Einnig er hægt að mylja kexið í poka með kökukefli. Geymið smávegis af mylsnunni til skrauts.
- Blandið saman mylsnunum við mjúkan rjómaostinn.
- Takið teskeið af blöndunni og fletjið út. Setjið Rolobita inn í og rúllið upp í kúlu. Leggið kúlurnar á bökunarplötu og setjið í frysti í 20 mínútur þar til kúlurnar verða harðar.
- Bræðið mjólkursúkkulaðið og dýfið kúlunum ofan í þannig að súkkulaðið þeki kúlurnar. Leggið á bökunarpappír á bökunarplötu.
- Stráið Oreomylsnum yfir kúlurnar og setjið inn í ísskáp til að harna áður en borið er fram.
Oreo trufflur, fylltar með Rolo.
mbl.is/ Fitwafflekitchen/Instagram