Ásdís Ásgeirsdóttir
Hér erum við með uppskrift fyrir lengra komna en við erum að tala um hágæða foie gras með meðlæti sem á fá sína líka. Uppskriftin kemur úr smiðju kokkanna á Sjálandi sem slá ekki feilnótu fremur en fyrri daginn.
Fyrir 4
Bakið rauðrófur með hýði í ofni við 180°C í um klukkustund, eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Kælið niður og skrælið. Skerið rauðrófuna í mjög þunnar sneiðar, gott að nota mandólín eða mjög beittan hníf í það minnsta. Blandið saman rauðrófusafa, eplasafa og reyktri olíu og marínerið rauðrófuþynnurnar í leginum í að minnsta kosti klukkustund.
Setjið fíkjurnar í blandara og maukið í fínt mauk. Smakkið til með salti og eplaediki. Skerið foie gras-terrínið í grófa bita.
Blandið saman reyktum ostinum og helmingnum af majónesinu í blandara og maukið fínt.
Blandið þá restinni af majónesinu saman við og smakkið til með salti.
Raðið réttinum fallega upp á disk og skreytið með poppuðu byggi og jarðskokkaösku. Hér er gott að nota hugmyndaflugið ef þessir tveir hlutir leynast ekki í búrskápnum, og nota til að mynda poppkorn, ristuð fræ eða eitthvað slíkt.