Djúsí ostabrauðstangir

Djúsí ostabrauðstangir úr smiðju Hildar Rutar.
Djúsí ostabrauðstangir úr smiðju Hildar Rutar. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Við elskum ostabrauðstangir og hér er uppskrift úr eldhúsinu hennar Hildar Rutar sem segir brauðstangirnar vera extra djúsí. Hún mælir með að borða þær volgar og rífa parmesanost yfir þegar þær eru nýkomnar úr ofninum.

Djúsí ostabrauðstangir

Deig

  • 2 dl mjólk
  • 50 g smjör
  • 1 pk þurrger (12 g)
  • 1/2 egg
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk sykur
  • spelt

Fylling

  • 1 pk Philadelphia rjómaostur með graslauk (180 g)
  • 200 g rifinn mozzarella
  • parmesanostur
  • salt og pipar

Skraut

  • steinselja
  • parmesanostur
  • cayennepipar

Aðferð:

  1. Bræðið smjör og blandið saman við mjólk. Blandan á að vera um 37°C. Bætið þá þurrgerinu við og hrærið.
  2. Þeytið egg og hellið helmingnum af egginu saman við gerblönduna. Bætið sykri og salti við.
  3. Að lokum bætið þið speltinu út í smátt og smátt þangað til að deigið verður mjúkt og smá blautt. Breiðið viskustykki yfir skálina með deiginu og látið hefast í kringum 30 mínútur.
  4. Þegar deigið hefur náð að hefast, bætið þá örlitlu spelti saman við og fletjið það út.
  5. Smyrjið rjómaostinum á deigið, dreifið mozzarella og rífið parmesan eftir smekk. Kryddið og skerið deigið í minni kassa (ég nota pítsuhníf). Rúllið svo í ostastangirnar. Að því loknu penslið þið þær með restinni af egginu.
  6. Rífið parmesanost yfir, dreifið steinselju og kryddið með cayennepipar ofan á stangirnir. Bakið við 200°C í 20 mínútur. Takið brauðstangirnar út og rífið meiri parmesan yfir þær.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka