Hin fullkomna mánudagssúpa a la Mexíkó

Það er ekta dagur til að bjóða upp á góða mexíkóska súpu. Hér er búið að setja fisk út í súpuna en það er jafn auðvelt að nota kjúkling eða hakk. Ykkar er valið. Munið bara að steikja það áður en það fer í súpuna og þá eruð þið í toppmálum.

Mexíkósk fiskisúpa sem slær alltaf í gegn

  • 1 pk mexíkósk tómatsúpa frá TORO
  • 6 dl vatn
  • 500 ml rjómi (eða matreiðslurjómi)
  • 1 dl sweet chili-sósa
  • 1 grænmetisteningur
  • 1 tsk. túrmerik
  • 1 tsk. karrí
  • chili á hnífsoddi
  • 4-6 gulrætur
  • 1/2 púrrulaukur
  • 1 rauð paprika
  • 600 g ýsubitar
  • 1 bolli rækjur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Hellið vatni, rjóma og sweet chili-sósu í pott, hrærið mexíkósku tómatsúpunni út í. Fáið suðuna rólega upp og hrærið vel í á meðan.
  2. Bætið grænmetisteningi, túrmeriki, karríi og chili út í.
  3. Skerið gulrætur, púrrulauk og papriku í bita og bætið út í.
  4. Leyfið súpunni að malla í ca 15-20 mínútur. Bætið svo ýsubitunum út í og leyfið að sjóða í u.þ.b. sjö mínútur.
  5. Bætið rækjunum út í alveg í lokin.
  6. Berið fram með nachos og rifnum osti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert