Franskar sem þykja betri en á McDonalds

Við elskum franskar og þessar þykja með þeim betri í …
Við elskum franskar og þessar þykja með þeim betri í bransanum. Mbl.is/@morganhipworth/TikTok

Þegar við fréttum af frönskum kartöflum sem þykja betri en hjá skyndabitakeðjunni McDonalds erum við ekki lengi að snúa okkur við til að fá uppskriftina.

Það er 19 ára kokkur að nafni Morgan Hipworth sem deildi uppskriftinni að krispí og mjúkum frönskum sem ekki þarf að djúpsteikja. Hann rekur sitt eigið matvælafyrirtæki er kallast Bistro Morgan Bakehouse og er í Melbourne í Ástralíu.

Franskar sem þykja betri en á McDonalds

  • Kartöflur
  • kryddjurtir
  • sjávarsalt
  • ólífuolía

Aðferð:

  1. Skrælið kartöflurnar og skerið í ræmur.
  2. Setjið þær í kalt vatn í potti með smá salti og látið standa í nokkrar mínútur. Sjóðið því næst kartöflurnar í tvær mínútur.
  3. Hellið vatninu af og raðið kartöflunum á bökunarpappír á plötu.
  4. Stráið ólífuolíu og salti yfir ásamt kryddjurtum að eigin vali.
  5. Bakið í 25 mínútur við 200°.
Mbl.is/@morganhipworth/TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka