Lakkrísmúffur frá Johan Bülow

Múffur fyrir sanna lakkrís aðdáendur.
Múffur fyrir sanna lakkrís aðdáendur. Mbl.is/Johan Bülow

Við elsk­um lakk­rís og von­um að þið gerið það líka – því hér er upp­skrift að lakk­rísmúff­um frá ókrýnda kóng­in­um sjálf­um Joh­an Bülow. Bakst­ur sem eng­inn lakk­rísaðdá­andi vill missa af.

Lakkrísmúffur frá Johan Bülow

Vista Prenta

Lakk­rísmúff­ur frá Joh­an Bülow (16 stk.)

  • 225 g syk­ur
  • 225 g ósaltað smjör
  • 225 g hveiti
  • 4 egg
  • 2,5 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. kar­dimommu­drop­ar
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur
  • 9 tsk. Salty Liqourice Syrup frá Joh­an Bülow

Krem

  • 200 g hreinn Phila­delp­hia-rjóma­ost­ur
  • 2 msk flór­syk­ur
  • 2 tsk. Fine Liqourice Powder

Skraut

  • 16 stk. Nr. 2 Salty Liqourice

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 175°C á blæstri.
  2. Blandið hveiti og lyfti­dufti sam­an og þeytið sam­an við rest­ina af hrá­efn­un­um þar til deigið verður slétt í sér (eng­ir köggl­ar).
  3. Skiptið deig­inu upp í 16 múffu­form og setjið háfa te­skeið af lakk­ríss­írópi á topp­inn á hverri köku. Takið tann­stöng­ul og hrærið síróp­inu aðeins inn í deigið.
  4. Bakið í 20 mín­út­ur og látið kólna á rist áður en kremið er sett á.

Krem:

  1. Blandið rjóma­ost­in­um sam­an við flór­syk­ur­inn og lakk­rís­duftið. Smyrjið þykku lagi á hverja múffu og skreytið með lakk­rís­bita og lakk­rís­dufti.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert