Lakkrísmúffur frá Johan Bülow

Múffur fyrir sanna lakkrís aðdáendur.
Múffur fyrir sanna lakkrís aðdáendur. Mbl.is/Johan Bülow

Við elskum lakkrís og vonum að þið gerið það líka – því hér er uppskrift að lakkrísmúffum frá ókrýnda kónginum sjálfum Johan Bülow. Bakstur sem enginn lakkrísaðdáandi vill missa af.

Lakkrísmúffur frá Johan Bülow (16 stk.)

  • 225 g sykur
  • 225 g ósaltað smjör
  • 225 g hveiti
  • 4 egg
  • 2,5 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. kardimommudropar
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 9 tsk. Salty Liqourice Syrup frá Johan Bülow

Krem

  • 200 g hreinn Philadelphia-rjómaostur
  • 2 msk flórsykur
  • 2 tsk. Fine Liqourice Powder

Skraut

  • 16 stk. Nr. 2 Salty Liqourice

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 175°C á blæstri.
  2. Blandið hveiti og lyftidufti saman og þeytið saman við restina af hráefnunum þar til deigið verður slétt í sér (engir kögglar).
  3. Skiptið deiginu upp í 16 múffuform og setjið háfa teskeið af lakkríssírópi á toppinn á hverri köku. Takið tannstöngul og hrærið sírópinu aðeins inn í deigið.
  4. Bakið í 20 mínútur og látið kólna á rist áður en kremið er sett á.

Krem:

  1. Blandið rjómaostinum saman við flórsykurinn og lakkrísduftið. Smyrjið þykku lagi á hverja múffu og skreytið með lakkrísbita og lakkrísdufti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert