Ítölsk eggjakaka með fjórum ostum

Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er uppskrift að frittata með fjórum tegundum af osti sem er tilvalin í helgarbrönsinn. Frittata er ítölsk eggjakaka sem er fyrst elduð á pönnu og síðan í ofni. Uppskriftin kemur úr smiðju Hildar Rutar.

Yndisaukandi ostafrittata (fyrir 4-6)

  • 6 egg
  • 250 ml rjómi
  • 1 dl rifinn parmesanostur
  • salt og pipar
  • cayennepipar
  • 1 tsk. olía (olífuolía eða avókadóolía)
  • 20 g smjör
  • 2 dl rifinn cheddarostur
  • 1 dl kotasæla
  • 1 dl rifinn mozzarellaostur
  • 1 msk. steinselja

Aðferð:

  1. Hrærið egg, rjóma, parmesan, cayennepipar, salt og pipar saman.
  2. Hitið olíu og smjör  á 20-25 cm pönnu sem má fara inn í ofn og stillið á vægan hita. Bræðið smjör og olíu á pönnunni.
  3. Hellið síðan eggjablöndunni á pönnuna og látið malla í 5-7 mínútur.
  4. Dreifið því næst cheddarosti, kotasælu og mozzarella yfir blönduna og eldið í 12 mínútur.
  5. Dreifið steinseljunni yfir og bakið inni í ofni í 10 mínútur við 180°C. Toppið með rifnum parmesanosti. Berið fram með fersku salati.
Girnileg frittata með fjórum ostum! Fullkomið í helgarbrönsinn.
Girnileg frittata með fjórum ostum! Fullkomið í helgarbrönsinn. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert