Næstum því bökuð súkkulaðikaka

Þessi uppskrift getur ekki klikkað!
Þessi uppskrift getur ekki klikkað! mbl.is/pinterest_idenyt

Súkkulaðifondant er í raun súkkulaðikaka með fljótandi súkkulaði í miðjunni. Þegar þú setur skeiðina í kökuna flýtur súkkulaðið um alla kanta. Hér er uppskrift frá danska sjónvarspkokkinum Claus Meyers sem kallar uppskriftina „Næstum því bökuð súkkulaðikaka“ og má finna í uppskriftabókinni hans – Chokolade.

Næstum því bökuð súkkulaðikaka (fyrir 4)

  • 100 g dökkt súkkulaði, 70%
  • 90 g smjör
  • 3 meðalstór egg
  • 120 g sykur
  • kornin úr ½ vanillustöng
  • 40 g hveiti
  • 4 form eða álhringir, um 8 cm í þvermál.

Aðferð:

  1. Saxið súkkulaðið smátt og setjið í skál.
  2. Bræðið smjörið í potti og takið því næst af hitanum. Setjið súkkulaðið saman við smjörið og hrærið með sleif þar til það hefur bráðnað.
  3. Pískið egg, sykur og vanillukorn þar til ljóst og loftkennt. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við og pískið. Sigtið hveitið út í blönduna og veltið því saman við.
  4. Smyrjið formin með smjöri eða leggið bökunarpappír í formin og smyrjið. Setjið á bökunarpappír á bökunarplötu. Hellið deiginu jafnt í formin og setjið inn í frysti í klukkutíma.
  5. Hitið ofninn í 200° á blæstri.
  6. Bakið kökurnar beint úr frysti í 8-10 mínútur, þannig verður miðjan ljúffeng og fljótandi þegar þú tekur kökurnar úr ofninum.
  7. Njótið strax með vanilluís eða nýþeyttum rjóma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert