ÚPS – og svo kom veira sem breytti áætlunum

Glaðbeittir gestgjafar: Þorgrímur Tjörvi Halldórsson, Birna Jódís Magnúsdóttir og Elías …
Glaðbeittir gestgjafar: Þorgrímur Tjörvi Halldórsson, Birna Jódís Magnúsdóttir og Elías Tjörvi Halldórsson

„Það hefur gengið furðuvel,“ segir Elías Tjörvi Halldórsson, en tíu vikur eru liðnar síðan veitingahúsið ÚPS á Höfn í Hornafirði tók til starfa. Elías á og rekur staðinn ásamt bróður sínum, Þorgrími Tjörva, og Birnu Jódísi Magnúsdóttur.

Þeir bræður standa vaktina í veitingahúsinu, elda og þjóna, og segir Elías að þeim hafi fundist vanta samkomustað fyrir heimafólk og að Hornfirðingar hafi tekið staðnum vel. „Ferðamenn eru sannarlega líka velkomnir, þegar þeir koma,“ segir Elías í Morgunblaðinu í dag.

Staðurinn tekur 40-50 manns í sæti með áherslu á handverksbjór og eru tólf slíkir á boðstólum. Með veigunum er boðið upp á léttar „bjórtengdar“ veitingar og er helmingur þeirra vegan. Humar er ekki á matseðlinum eins og vinsælt hefur verið á Höfn enda hefur verið skortur á Hornafjarðarhumri síðustu misseri. Birna Jódís er með leirlistarverkstæði samtengt og er allt leirtau á ÚPS úr hennar smiðju. Hægt er að fylgjast með vinnunni á verkstæðinu og kaupa vörur þaðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert