Desert drauma þinna

Desert sem fær þig til að gleyma stund og stað.
Desert sem fær þig til að gleyma stund og stað. mbl.is/

Það hljómar fátt betra en bökuð hasselback-epli með vanilluís á köldum haustdögum. Hér er uppskrift sem fær þig til að gleyma öllu um stund og stað – og njóta.

Bökuð hasselback-epli

  • 2 stór epli
  • ólífuolía
  • 4 msk. sykur
  • 2,5 msk. bráðið smjör
  • 1 tsk. kanill
  • 2 msk. haframjöl
  • 1 tsk. hveiti
  • salt á hnifsoddi
  • vanilluís

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 200°C.
  2. Skrælið eplin og skerið til helminga og fjarlægið kjarnann úr þeim.
  3. Skerið fínar og djúpar línur í eplin en passið að skera ekki alveg í gegn.
  4. Setjið eplin í smurt eldfast mót.
  5. Blandið saman 1 msk. sykri, ½ tsk. kanil og 1 msk. bráðnu smjöri – og penslið eplin.
  6. Setjið álpappír yfir eldfasta mótið og bakið í ofni við 200°C í 20 mínútur. Takið álpappírinn af og bakið eplin áfram í 10 mínútur eða þar til gyllt á lit.
  7. Blandið afganginum af hráefnunum saman og setjið ofan á eplin. Bakið síðan áfram í 200°C í 10 mínútur. Stillið ofninn á grill, í tvær mínútur til viðbótar.
  8. Berið fram nýbakað með vanilluís.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert