Hnetusmjörssmákökur að hætti Elenoru

Ljósmynd/Elenora Rós

Við fengum hina einu sönnu Elenoru Rós til að baka fyrir okkur smákökur að eigin vali og eins og við var að búast brást henni ekki bogalistin.

Útkoman er stórhættuleg og kransæðastífluvaldandi stórprengjusmákaka sem hún kallar einfaldlega hnetusmjörsköku en okkur finnst að hún ætti að heita eitthvað miklu virðulegra – eins og Fröken Hnetusmjör eða Hnetusmjörsdraumur.

Hnetusmjörsdraumur Elenoru Rósar

  • 318 g hveiti
  • 4 g matarsódi
  • 4 g lyftiduft
  • 4 g salt
  • 113 g mjúkt smjör
  • 202 g hnetsumjör
  • 100 g sykur
  • 200 g púðursykur
  • 2 egg
  • 1 eggjarauða
  • 200 g súkkulaðibitar
  • 100 g ljóst súkkulaði
  • smá auka hnetusmjör

Aðferð:

1. Blandið saman hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti.

2. Bræðið svo smjörið í annarri skál.

3. Hrærið hnetusmjörinu saman við brædda smjörið þar til það hefur blandast alveg saman við.

4. Hrærið sykri og púðursykri saman við hnetusmjörsblönduna og síðan eggjunum saman við þetta allt.

5. Blandið núna þessu öllu saman við þurrefnin og hrærið þar til allt er komið saman.

6. Bætið súkkulaðibitunum saman við.

7. Búið til kúlur og setjið á pappírsklædda bökunarplötu.

8. Bakið í 10-12 mínútur við 180°C.

9. Bræðið súkkulaði og dýfið hálfri kökunni í það og skvettið síðan smá hnetusmjöri yfir.

Ljósmynd/Elenora Rós
Ljósmynd/Elenora Rós
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka