Smjörsprautuð kalkúnabringa með trufluðu meðlæti

00:00
00:00

Smjörsprautuð kalkúnabringa með trufluðu meðlæti

Vista Prenta

Smjörsprautuð kalk­úna­bringa með brúnuðum kart­öfl­um, kalk­únasósu, hátíðarsal­ati, fyll­ingu með bei­koni og döðlum og smjör­steikt­um strengja­baun­um.

  • smjörsprautuð  kalk­úna­bringa frá Hag­kaup
  • smjör
  • perlu­lauk­ur
  • rós­marín
  • kart­öflug­ljái frá Hag­kaup
  • for­soðnar kart­öfl­ur
  • strengja­baun­ir
  • kalk­úna­fyll­ing með epl­um og bei­koni frá Hag­kaup
  • hátíðarsal­at með pip­ar­rót og trönu­berj­um
  • kalk­únasósa frá Hag­kaup

Hitið smjör á pönnu og snögg­steikið kalk­úna­bring­una í 2 mín­út­ur á hvorri hlið. 

Skerið niður perlu­lauk og setjið á pönn­una ásamt rós­marín.

Takið kalk­úna­bring­una af pönn­unni og setjið í eld­fast mót. Hellið því sem af­gangs var á pönn­unni yfir kalk­ún­inn og stingið inn í ofn á 180 gráður. 

Takið því næst kart­öflug­ljáa og setjið í pott ásamt for­soðnum kart­öfl­um og hitið upp. 

Bræðið smjör á pönnu og steikið baun­irn­ar. Saltið og piprið eft­ir smekk. hitið kalk­úna­fyll­ing­una upp í potti. 

Takið kalk­úna­bring­una úr ofn­in­um og látið kjötið hvíla í 10 mín­út­ur. 

Hitið Kalk­únasós­una upp í potti.

Skerið kjötið í sneiðar og berið fram með öllu meðlæt­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert