Skerið grænmetið gróft niður og merjið hvítlauksrifið. Setjið í eldfast mót ásamt góðu magni af olíu og nokkrum rósmarín greinum.
Setjið steikurnar ofan á grænmetið og penslið með olíu.
Bakið í ofni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
Þegar steikin er tilbúin skal taka fatið úr ofninum.
Notið grænmetið í eldfasta mótinu sem meðlæti ásamt vegan Waldorf salatinu og granatepla vinaigrettunni.