Sætkartöflumúsin sem þykir sú allra besta

Kristinn Magnússon

Meðlæti er það sem gerir veislumáltíð að sannkallaðri veislumáltíð. Hér erum við með sætkartöflumús sem er svo fáránlega gott að það er leitun að örðu eins.

Uppskriftin kemur úr Hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.

Sætkartöflumús

  • 1 kg sætar kartöflur
  • 3 dl rjómi
  • 5 dl vatn
  • 1 msk. salt
  • 5 msk. púðursykur
  • 1 stk. klementína – safi
  • 2-3 dl sykurpúðar
  • 1 dl kornflex

Sætu kartöflurnar flysjaðar og skornar í litla bita, settar í pott með rjómanum, vatninu og saltinu, soðnar þar til vel mjúkar.

Þá er mesti vökvinn sigtaður frá og kartöflurnar maukaðar.

Þá eru þær kryddaðar með púðursykrinum og klementínusafanum, smakkaðar til með salti og pipar.

Músin er þá sett í eldfast mót og sykurpúðum stráð yfir hana, hægt er að nota mini-sykurpúða eða skera niður stærri sykurpúða.

Sett inn í ofn á 180°C þar til sykurpúðarnir eru farnir að brúnast smá.

Þá er kornflexi stráð yfir og sett í auka 5 mínútur í ofninn.

Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert