Heimagert rauðkál sem ærir mannskapinn

Kristinn Magnússon

Heimagert rauðkál verður að vera á hverju veisluborði. Hér er uppskrift sem leikur sér með skemmtileg hráefni og útkoman er algjör snilld.

Uppskriftin kemur úr hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.

Heimagert rauðkál

  • 1 stk. rauðkálshaus lítill
  • 2 msk. olía
  • 1 stk. grænt epli
  • 1 stk. rauðlaukur
  • 1 stk. appelsína – börkur og safi
  • ¾ dl eplaedik
  • 1 ½ dl vatn
  • 2 msk. púðursykur
  • 4 stk. anísstjörnur

Rauðkálið skorið þunnt á mandólíni eða í matvinnsluvél.

Það er steikt í olíunni við lágan hita. Þá er eplið og laukurinn flysjað, skorið smátt og bætt út í ásamt berki og safa af appelsínunni, ediki, vatni, púðursykri og anísstjörnum.

Látið malla í um það bil klukkutíma en passa þarf að vökvinn gufi ekki alveg upp.

Anísstjörnurnar eru veiddar upp úr og rauðkálið smakkað til með salti og púðursykri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert