Innkalla sesamolíu vegna óleyfiegs efnis

Sesamolían sem hefu verið innkölluð.
Sesamolían sem hefu verið innkölluð.

Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallar Clearspring sesamolíu vegna ethylene oxíðs sem er óleyfilegt varnarefni. 

Icepharma hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum sesamolíu; Clearspring Sesame Oil 500 ml og Clearspring Toasted Sesame Oil 500 ml.

Ástæða innköllunarinnar er sú að varnarefnið ethylene oxíð greindist í vörunni en það er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu.

Dreifing:

Fjarðarkaup og Veganbúðin.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Clearspring

Vöruheiti:Sesame Oil           

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 3.7.2021

Lotunúmer:N029

Strikamerki:5021554981534

Nettómagn:500 ml

Geymsluskilyrði: Á ekki við

Framleiðandi:Bordoni Italia Srl.

Framleiðsluland:Ítalía

Vörumerki: Clearspring

Vöruheiti:Toasted Sesame Oil       

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 20.9.2021

Lotunúmer:N108

Strikamerki:5021554982432

Nettómagn:500 ml

Geymsluskilyrði: Á ekki við

Framleiðandi:Bordoni Italia Srl.

Framleiðsluland:Ítalía

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert