Sú skemmtilega uppákoma átti sér stað í morgun að Domino’s á Íslandi yfirtóku alla útiskjái og strætóskýli höfuðborgarsvæðisins með býsna skemmtilegum gjörningi sem ætlaður var til að minna fólk á að nú væru bjartari dagar framundan.
Að sögn Helgu Thors, markaðsstjóra Domino’s tókst uppákoman einstaklega vel og hefur vakið mikla athygli, þá ekki síst erlendis þar sem fólk er vant svartnættinu sem við búum við hér á landi en í dag eru vetrarsólstöður sem eru dimmasti dagur ársins.
„Við vildum við færa fólki birtu og von um betri tíð í formi skemmtilegrar hugmyndar,“ segir Helga og því var brugðið á það ráð að birta myndband af sólarupprás á öllum útiskjám og strætóskýlum höfuðborgarsvæðisins ásamt skilaboðunum BJARTARI DAGAR FRAMUNDAN til vegfarenda.
„Skilaboðin eiga að vekja fólk til umhugsunar. Ekki bara um það að dagarnir muni nú bókstaflega lengjast, heldur líka um að vonandi sjái nú fyrir endann á þessum skrítnu tímum og ástæða sé til að hlakka til næsta árs. Auglýsingin er hugarsmíð auglýsingastofunnar Cirkus og í samstarfi við Billboard varð þessi skemmtilega uppákoma, sem sjá má á meðfylgjandi myndskeiði, að veruleika," segir Helga.