Eitt það besta við jólin er án efa góður matur. Og þá eru eftirréttirnir og ostabakkarnir engin undantekning. Hér er það allra nýjasta, hvernig bera skal fram fallegan bakka yfir jólahátíðina.
Hér er best að notast við hringlaga bakka, eða í það minnsta raða gúmmelaðinu saman í hring – til að fá þetta fallega kransútlit. Síðan er alls kyns grænu bætt inn á milli ostanna og skinkubitanna til að fullkomna heildarútlitið. Þetta nýja fyrirbæri kallast „charcutewreath“ á netinu, ef einhvern langar að skoða fleiri hugmyndir og spreyta sig á nýstárlegum ostabakka yfir jólin.