Kransakökupinnar á miðnætti

Kransakökupinnar eru ljúffengir með kampavínsglasinu á gamlárskvöld.
Kransakökupinnar eru ljúffengir með kampavínsglasinu á gamlárskvöld. Mbl.is/Pinterest_alt.dk

Við mælum eindregið með þessum kransakökupinnum á gamlárskvöld, þegar skálað er fyrir komandi ári, og þá er frábært að bjóða upp á þessa pinna með. Fullkomin viðbót með kampavínsglasinu!

Kransakökupinnar á miðnætti (12 pinnar)

  • 100 g marsípan
  • 100 g fínt malaðar möndlur
  • 100 g sykur
  • 1 eggjahvíta
  • ½ tsk. möndludropar

Skraut:

  • 200 g hvítt súkkulaði
  • 12 popcake-pinnar
  • jafnvel silfurlitað glimmer (sem má borða)

Aðferð:

  1. Rífið marsípanið niður. Pískið malaðar möndlurnar saman við sykur, marsípan, eggjahvítur og möndludropa í 3-4 mínútur. Látið deigið standa í 3-4 tíma eða yfir nótt í kæli.
  2. Formið deigið í 12 kúlur og setjið á bökunarpappír á bökunarplötu.
  3. Bakið í miðjum ofni við 180° í 15 mínútur þar til gyllt að lit. Látið kúlurnar kólna alveg á rist áður en pinnunum er stungið í þær.
  4. Saxið súkkulaðið og bræðið 2/3 í vatnsbaði eða örbylgju. Hrærið afganginum af súkkulaðinu saman við þar til allt er bráðið.
  5. Dýfið kúlunum í súkkulaðið og skreytið.
Mbl.is/Pinterest_alt.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert