Hvern hefði grunað að það væri minnsta mál í heimi að búa til Betty Crocker-vöfflur! Það eina sem þarf er kassi af kökumixi og gott vöfflujárn.
Hér gefur að líta vöfflur sem búnar voru til úr brownie-kökumixi og við fullyrðum að þetta eigi eftir að fá ykkur til að líta tilveruna öðrum augum.
Betty Crocker-súkkulaðivöfflur
- 1 kassi Betty Crocker brownie mix
- 3 egg
- 1/4 bolli matarolía
Aðferð:
- Toppið með þeyttum rjóma og ferskum berjum. Eða ís ... eða hverju því sem ykkur dettur í hug.
- Hitið vöfflujárnið og smyrjið vel ef þarf. Búið til brúnkudeigið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
- Bakið vöfflurnar eins og um venjulegar vöfflur væri að ræða og takið úr járninu þegar þær eru tilbúnar.