Geggjaðar bollur sem tekur enga stund að gera

Gulrótabollur sem tekur enga stund að baka og smakkast ótrúlega …
Gulrótabollur sem tekur enga stund að baka og smakkast ótrúlega vel. Mbl.is/tarasmulticulturaltable.com

Einstaklega góð uppskrift að gulrótabollum sem taka stuttan tíma í framreiðslu. Hér er ekki notast við ger – heldur öllu skellt í eina skál, hnoðað saman og bakað.

Þú getur boðið upp á bollurnar með öðrum heitum réttum, eða mótað þær örlítið stærri og þá borðað sem samloku. Eins má bæta við þurrkuðum ávöxtum, rúsínum eða trönuberjum ef vill.

Gómsætar gulrótabollur á hálftíma

  • 275 g hveiti
  • 100 g heilhveiti
  • 1 msk. lyftiduft
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. sykur
  • 1 tsk. þurrkað timían
  • 3 dl mjólk
  • 150 g rifnar gulrætur
  • 1 egg

Aðferð:

  1. Blandið hveitinu saman við lyftiduft, salt, sykur og timían.
  2. Bætið mjólk og gulrótum saman við og hnoðið þar til deigið verður slétt.
  3. Mótið í bollur og setjið á bökunarpappír á bökunarplötu.
  4. Penslið með pískuðu eggi og bakið í miðjum ofni við 225°C í 15 mínútur.
  5. Berið fram með áleggi að vild.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert