Eggjahræra er ekki bara eggjahræra – því til að eggin verði loftkennd þarf smá kúnstir til. Og leyndardómurinn liggur í mæjónesi!
Ameríski kokkurinn og bókahöfundurinn Alton Brown segir að mæjónes geri eggin rjómakenndari og þau fái fallegri áferð. Þessu deilir hann með lesendum sínum í bókinni „Everyday Cook“. Hann mælir með að setja eina teskeið af mæjónesi og eina teskeið af vatni (miðað við þrjú egg) út á pönnuna áður en þú byrjar. Mæjónes er í raun blanda af eggjum og olíu, svo þetta er fullkomlega eðlilegt ef við hugsum út í það.
Alton segir í viðtali að þú munir aldrei taka eftir því hvort það sé mæjónes í eggjahrærunni fyrr en þú sleppir því. Fyrir utan mæjónes steikir hann eggin upp úr smjöri og saltar svo og piprar.