Guðdómlegur þorskur í kókos-karrí

Ljósmynd/Fiskur í matinn

Ein gagnlegasta uppskriftasíða fyrir fiskunnendur og annað gourmet-fólk sem kann góðan fisk að meta er án efa Fiskur í matinn sem Norðanfiskur heldur út en þar er að finna fullt af góðum uppskriftum eins og þessa hér:

Þorskur í kókos-karrí og íslensku rótargrænmeti

Uppskrift fyrir 4

  • 800 g þorskur
  • 300 ml kókosrjómi
  • 1 tsk. karrí
  • ½ teningur grænmetiskraftur
  • ½ laukur, sneiddur
  • ½ grænt epli
  • 2 gulrætur, rifnar
  • 1 rófa rifin (ekki of stór)
  • 5 kartöflur, sneiddar þunnt
  • 2 lúkur grænkál, saxað
  • 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 2 bollar rifinn ostur 
  • Salt og pipar 

Aðferð:

Skerið fiskinn í bita og setjið í eldfast form og saltið og piprið yfir. Setjið kókosrjómann, karrí, lauk og epli saman í pott og látið malla í ca. 7 mín. Maukið síðan saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél, smakkist til með salti og pipar. Skerið grænmetið og steikið á pönnu. Hellið grænmetinu út í sósuna og blandið saman, hellið yfir fiskinn og dreifið ostinum yfir. Eldið í ca. 1820 mín. í 180°C heitum ofni. Borið fram með hrísgrjónum og naan-brauði.

Höfundur uppskriftar Oddur Smári Rafnsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert