Hér erum við með gómsætan spaghetti rétt sem jafnframt er ketó. Þetta þykir mörgum sjálfsagt fremur skrítið en konjak-spaghettiið er af mörgum talinn hinn fullkomni staðgegngill fyrir kolvetnaríkt pasta og því ekkert sem segir að ekki sé hægt að gæða sér á guðdómlegu pasta sem er löðrandi í beikoni og rjóma.
Það er Hanna Þóra sem er höfundur uppskriftar.
Aðferð:
Setjið smjör á pönnu og steikið niðurskorna sveppi og beikon ásamt hvítlauksgeira. Fjarlægið hvítlaukinn og bætið rjóma og parmesan-osti saman við. Skolið Barenaked-spaghettíið í sigti með köldu vatni. Hristið vatnið vel af og bætið út í sósuna. Leyfið því að malla í örfáar mínútur og berið svo fram.
Spaghettíið kemur tilbúið beint úr pakkanum, við erum einungis að leyfa réttinum að hitna og blandast.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl