Nú fæst Smarties sem súkkulaðiplata

Þrjú ný Smarties súkkulaðistykki eru komin á markað og það …
Þrjú ný Smarties súkkulaðistykki eru komin á markað og það í endurvinnanlegum umbúðum. mbl.is/Nestle

Við tökum alltaf nýjum súkkulaðifréttum fagnandi – og það munu sannir Smarties aðdáendur líka gera í þessu tilviki, því nýtt súkkulaðistykki er komið á markað.

Hér erum við að sjá þrjú ný súkkulaðistykki sem innihalda Smarties, eða mjólkursúkkulaði, hvítt súkkulaði og það þriðja með appelsínubragði. Í raun eru þetta súkkulaðiplötur sem innihalda mikið magn af uppáhalds sælgætinu okkar frá barnæsku.

Súkkulaðiplöturnar eru um 90 grömm hver og koma í endurvinnanlegum pappírsumbúðum. Í apríl mánuði á þessu ári er gert ráð fyrir að allar Smarties umbúðir sem settar eru á markað í Bretlandi, verði orðnar endurvinnanlegar - sem eru góðar fréttir. En stefnan er að breyta öllum umbúðum, eða rétt um 250 milljónir umbúða sem seldar eru áru hvert á heimsvísu.

mbl.is/Nestle
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert