Svona losnar þú við að strauja

Finnst þér leiðinlegt að strauja? Þá skaltu taka betur eftir …
Finnst þér leiðinlegt að strauja? Þá skaltu taka betur eftir þessu húsráði hér. mbl.is/

Ef við komumst hjá því að strauja, þá sleppum við því. En sumar flíkur krefjast þess hreinlega að sléttað sé úr krumpunum til að líta betur út  og þar kemur þetta snjalla húsráð til sögunnar.

Þetta er húsráð sem við tökum fagnandi, því það er löngu vitað að margur reynir að forðast að kaupa flíkur sem þarf að strauja – á meðan aðrir líta á það sem náðarstund að standa yfir strauborðinu og renna yfir krumpurnar með járninu. Þetta ráð ætti að leysa allan vanda ef þú ert sá eða sú sem forðast slíkar athafnir.

Þú blandar einfaldlega tveimur bollum af vatni við eina matskeið af hvítu ediki og eina teskeið af hárnæringu. Settu blönduna í brúsa og spreyjaðu t.d. á krumpuðu skyrtuna þína, og láttu standa í fimm mínútur  eftir þann tíma eru krumpurnar á bak og burt. Ástæðan fyrir virkninni er sú að hárnæringin slakar á trefjum, rétt eins og hún gerir við hárið okkar, og edikið mýkir trefjarnar enn frekar. Þess vegna eru margir sem kjósa að nota edik í stað mýkingarefnis í þvottavélarnar sínar. Það má segja að þetta sé nokkurs konar mýkingarefni í úðaformi, sem sannarlega er þess virði að prófa.

Krumpuð skyrta sem augljóslega þarf að strauja.
Krumpuð skyrta sem augljóslega þarf að strauja. Mbl.is/Instagram/mama_mila_au
Sama skyrta eftir að hafa fengið ótrúlegu blönduna yfir sig.
Sama skyrta eftir að hafa fengið ótrúlegu blönduna yfir sig. Mbl.is/Instagram/mama_mila_au
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert