Steiktur fiskur með nachosraspi, ostasalsa og avókadómauki

Ljósmynd/Gott í matinn

Steiktur fiskur er ekki bara herramannsmatur heldur algjört sælgæti. Hér erum við með nýstárlega útfærslu þar sem nachosflögur eru notaðar í raspinn svo hann verður ennþá stökkari og bragðbetri. Meðlætir spillir heldur ekki fyrir.

Steiktur fiskur með nachosraspi, ostasalsa og avókadómauki

Fyrir fjóra

Steiktur fiskur:

  • 800 g ýsa eða annar fiskur
  • 2 stk. egg
  • 1⁄2 tsk. chiliduft
  • 3 dl nachos
  • 2 dl brauðraspur
  • 100 g smjör til steikingar

Mexíkóostasalsa:

  • 200 g paprika
  • 100 g saxaður rauðlalukur
  • 2 dl salsasósa
  • 1 stk. mexíkóostur

Avókadómauk:

  • Salt og svartur pipar
  • 200 g KEA-skyr hreint
  • 1 stk. avókadó
  • 1⁄2 stk. sítróna, safinn
  • 1 msk. saxaður kóríander
  • 2 tsk. agavesíróp

Aðferð:

  1. Myljið nachosflögurnar.
  2. Blandið saman flögum, brauðraspi og chilidufti.
  3. Brjótið eggin í skál og sláið þau í sundur með gafli.
  4. Skerið fiskinn í bita og veltið upp úr eggjum og raspi. Steikið í smjörinu á pönnu. Berið fram með mexíkóostasalsa og avókadómauki.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka